Þjónusta
Veglyndi býður upp á vinnustofur, fyrirlestra og námskeið fyrir vinnustaði, hópa, stjórnendur og einstaklinga með það að markmiði að efla færni í að takast á við fjölbreytt umhverfi og aðstæður.

Sex vikna (1.5 klst. á viku í 6 vikur)námskeið þar sem farið er yfir Innri þróunarmarkmiðin (Inner Development Goals) sem er rammi sem hefur verið þróaður til að styðja einstaklinga, fyrirtæki og samfélög við að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SDG).

Námskeið (1.5 klst. á viku í 6 vikur) fyrir þau sem vilja fara á dýptina, þar sem farið er yfir hvernig við getum hlúð að okkar innri veröld og þaðan byggt grundvöll fyrir ytri grósku. Lögð er áhersla á verkefni sem efla innri kraft og kjark ásamt því að huga að eigin vellíðan í sátt við sjálfan sig og aðra.

Vinnustofa (4 klst) þar sem hugmyndafræði Inner Development Goals (IDG) er nýtt sem leiðarljós. Þátttakendur fá tækifæri til að þróa og fjalla um hvernig innri hæfni getur stuðlað að jákvæðum persónulegum og samfélagslegum breytingum.

Námskeið sem hentar öllum sem vilja finna meiri ró daglegu lífi, draga úr streitu og bæta almenna líðan. Námskeiðið byggir á núvitundarmiðaðri nálgun til sjálfsþekkingar og sjálfsstyrkingar og er unnið út frá metsölubókinni: Finding Peace in a Frantic World.

Vinnustofa þar sem kenndar eru einfaldar og áhrifaríkar öndunaræfingar sem draga úr streitu og kvíða. Öndunaræfingarnar geta lækkað blóðþrýsting, slakað á spennu og haft jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi.

Vinnustofa þar sem kenndar eru einfaldar og áhrifaríkar slökunaræfingar sem draga úr streitu og bæta almenna líðan. Vinnustofan samanstendur af fræðslu, umræðum og æfingum. Ef aðstæður og áhugi eru fyrir hendi endar námskeiðið á 30 mín djúpslökun
Sérsniðnar vinnustofur og ráðgjöf
Veglyndi býður upp á sérsniðnar vinnustofur og ráðgjöf um samskipti á vinnustað, mannauðsstjórnun, sjálfbærni og núvitund.
