Vegvísir

Jafnvægi í víðum skilningi er leiðarljós í starfsemi Veglyndis.

Jafnvægi í rekstri felur í sér að finna rétt hlutföll milli mismunandi þátta sem hafa áhrif á reksturinn, svo sem fjárhagslegir þættir, áherslur í sjálfbærni og samfélagsábyrgð og í mannauðsmálum.

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs skilar aukinni vellíðan í starfi. Það felur í sér umtalsverðan ávinning fyrir stjórnendur og starfsfólk þegar markvisst er unnið að því að bæta líðan og samskipti á vinnustað.

Að styrkja innra jafnvægi er einnig lykilatriði í starfsemi Veglyndis. Innra jafnvægi felur í sér aukna hugarró og vellíðan og eflir getuna til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur.

Um Veglyndi

Veglyndi býður upp á námskeið, stjórnendaráðgjöf, fyrirlestra og vinnustofur. Nálgunin byggir meðal annars á Kenning U (e. Theory U) og hugmyndafræði Inner Development Goals, (IDG), eða Innri þróunarmarkmiðunum sem þróuð eru meðal annars í samstarfi við Harvard háskóla, Háskólann í Lundi og Friðarverðlaun Nóbels til að valdefla fólk og samfélög til að takast á við áskoranir samtímans.  Innri þróunarmarkmiðin miða að því að efla sjálfsvitund, samkennd, gagnrýna hugsun og samstarfshæfni í gegnum leik, æfingar og fræðslu. Auk þess býður Veglyndi upp á núvitundar námskeið fyrir einstaklinga, hópa og vinnustaði.

.

Veglyndi er stofnað og rekið af Þuríði Helgu Kristjánsdóttur sem hefur fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Hennar sérstaða er að tvinna saman skapandi hugsun við innri vegferð og lausnamiðaða nálgun á verkefni og aðstæður. Hún hefur víðtæka þekkingu á rekstri og stjórnun bæði á almenna markaðnum sem og fyrir hið opinbera. Meðal starfa eru stjórnunarstörf, fjármálastjórn, verkefnastjórn og mannauðsstjórnun ásamt því að hafa unnið við stefnumótun, áætlanagerð, bókhald og launakeyrslur. Þuríður hefur komið að stofnun og rekstri smærri fyrirtækja og félagasamtaka og tekið virkan þátt í náttúruverndarstarfi.

Þuríður hefur haft áhuga á og lagt stund á yoga heimspeki og núvitund frá unga aldri og hefur lokið kennaramenntun í jóga frá Nepal, Yoga Academy og núvitund frá Mindfulness Network við Bangor University. Þuríður hefur lokið sérhæfingu í núvitund frá Inner Green Deal með áherslu á hvernig núvitund og íhugun getur hjálpað til við að takast á við persónulegar og samfélagslegar áskoranir.

Þuríður er með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og kennaranám frá sama skóla, hún er með BA í myndlist frá AKI í Hollandi og með diplomu í Umhverfis og auðlindafræði við HÍ og með áherslu á visthagfræði.