Öndunaræfingar
Vinnustofa: Öndun og slökun (90 mín)
Á vinnustofunni eru kenndar einfaldar og áhrifaríkar öndunaræfingar sem draga úr streitu og bæta úthald og þrek. Öndunaræfingarnar geta lækkað blóðþrýsting, slakað á spennu og haft jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi.
Kenndar verða Pranayama öndunaræfingar sem þróaðar hafa verið í árhundruð og hafa margsannað gildi sitt þegar kemur að bættri líðan.
• haft jákvæð áhrif á stoðkerfið
• dregið úr vöðvaspennu
• jafnað blóðþrýsting
• aukið innri ró og andlegt jafnvægi
• aukið svefngæði
• bætt einbeitingu
Fyrirkomulag: Vinnustofan er 90 mín að lengd og samanstendur af fræðslu, umræðum og æfingum.
Í kjölfarið býðst vinnustaðnum framhaldsnámskeið þar sem kennari kemur einu sinni til tvisvar í viku og leiðir 20 mínútna öndunaræfingar.

Þegar öndunin er óróleg er hugurinn einnig órólegur, þegar öndunin er róleg róast hugurinn.
Hatha Yoga Pradipika
