Innri þróunarmarkmiðin
6 vikna námskeið – kennt einu sinni í viku, hver tími er 1,5 klukkustund.
Á þessu ferðalagi um Innri þróunarmarkmiðin (Inner Development Goals) er farið yfir hvernig innri eiginleikar á borð við sjálfsþekkingu, samkennd, þakklæti og hugrekki geta lagt grunn að sjálfbærum breytingum – hjá einstaklingum, vinnustöðum og samfélögum.

Á námskeiðinu er farið yfir:
Hvað Innri þróunarmarkmiðin eru
Farið yfir tilurð og sögu markmiðanna og hvernig þau tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þátttakendur læra hvernig markmiðin hafa snertingu við eigið líf, vellíðan og farsæld.
Að hafa áhrif og lifa í takt við gildi
Kenndar verða æfingar sem efla athygli, sjálfsvitund, hlustun og samkennd. Fjallað er um hvernig þessar einföldu en áhrifaríku æfingar dýpka tengingu okkar við okkur sjálf, samfélagið og jörðina.
Samvinna, samstarf og aðgerðir
Umræður og æfingar um samvinnu, traust og skapandi hugsun og hvernig Innri þróunarmarkmiðin geta stuðlað að persónulegum vexti og jákvæðri umbreytingu í átt að sjálfbærara samfélagi.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja staldra við, dýpka tengingu við sjálfa sig og lifa meðvitaðri lífi í tengslum við náttúru og samfélag.
Heyrðu í okkur til að bóka námskeið fyrir þinn hóp!
