
Innri velferð – ytri gróska
Að hlúa að okkur, öðrum og jörðinni.
Vinnustofa: (120 mín) Kynntar eru helstu rannsóknir um þetta efni og farið er yfir hvernig við getum dýpkað og nært innri tengsl við okkur sjálf, samfélagið og jörðina og þannig byggt grundvöll fyrir ytri og innri sjálfbærni.
Námskeiðið: Á námskeiðinu er kafað dýpra í efnið og er það tilvalið sem liður í
– innleiðingu Grænna skrefa
– hópefli á vinnustaðnum
– styrkja samfélagslega ábyrgð
Vaxandi skilningur er meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagsmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ójöfnuðar, streitu, einmanaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að innri þættir á borð við gildi og hugmyndafræði hafa mikið vogarafl þegar kemur að því að stuðla að breytingum í átt að sjálfbærara samfélagi. Kenndar verða æfingar sem þjálfa þátttakendur í aukinni vitund, samkennd, hugrekki og þakklæti, en með því að styrkja þessa innri eiginleika hlúum við að okkur sjálfum, öðrum og náttúrunni.
Fyrir hverja: Alla sem hafa áhuga á að efla innri þætti sem lið í að hafa jákvæð áhrif á sjálfan sig, aðra og umhverfið.
Fyrirkomulag námskeiðs: Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, umræðum, verkefnum og æfingum. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti 1,5 klst í senn.
Kennari: Þuríður Helga Kristjánsdóttir er núvitundarkennari með áherslu á núvitundarmiðaða nálgun á samfélagslegar áskoranir. Þuríður rekur fyrirtækið Veglyndi sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu fyrir vinnustaði, hópa, stjórnendur og einstaklinga. Þuríður með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og kennaranám frá sama skóla, hún er með BA í myndlist frá AKI í Hollandi.
Ávinningur:
- Efling innri þátta sem nauðsynlegir eru fyrir innri og ytri sjálfbærni.
- Aukin skilningur á af hverju þín þátttaka og viðhorf í umhverfismálum skipta máli.
- Verkfæri til að takast á við erfiðar tilfinningar tengdar umhverfis- og náttúruvá.
- Aukin innri kraftur og kjarkur.
- Bætt almenn líðan.

43%
þátttakenda vilja innleiða meiri sjálfbærni í sínu lífi.
83%
þátttakenda finna aukna trú á eigin getu.
Námsefnið er þróað Inner Green Deal í samstarfi við Inner Development Goals og sjálfbærnideild Háskólans í Lundi. Það hefur meðal annars verið kennt við umhverfisstofnanir Evrópusambandsins og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna.
