Innri þróunarmarkmið
Vinnustofa þar sem hugmyndafræði Inner Development Goals (IDG) er nýtt sem leiðarljós til að rýna vinnuumhverfið á heildrænan hátt. Kjarninn í IDG er að raunveruleg sjálfbærni byrji innan frá. Með því að tengja saman persónulega þróun starfsfólks og stefnumiðaða stjórnun, er hægt að byggja sterkari og sveigjanlegri fyrirtæki og stofnanir sem eru betur í stakk búnar til að takast á við áskoranir samtímans.
Á vinnustofunni sem samanstendur af umræðum, æfingum og fræðslu, fá þátttakendur tækifæri til að þróa og fjalla um hvernig innri eiginleikar á borð við sjálfsþekkingu, samkennd, þakklæti og hugrekki geta stuðlað að jákvæðum persónulegum og samfélagslegum breytingum.
Vinnustofan er 4 klst en einnig er hægt að fara á dýptina og móta eða aðlaga stefnu út frá IDG rammanum.
Inner Development Goals (IDG) ramminn var sérstaklega þróaður til að styðja einstaklinga, fyrirtæki og samfélög við að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SDG) og styrkir innleiðingu Grænna skrefa.
Vinnustofan skiptist í fimm meginvíddir:
- Tilvera (Being) – Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund.
- Hugsun (Thinking) – Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir.
- Tengslamyndun (Relating) – Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra.
- Samvinna (Collaborating) – Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn.
- Aðgerð (Acting) – Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið.
Markmiðið er að samræma innri þróun og ytri aðgerðir til að stuðla að heildrænum, sjálfbærum og varanlegum breytingum í samfélaginu.

