Að finna frið í dagsins önn er sex vikna núvitundarnámskeið sem hentar öllum þeim sem vilja finna meiri ró í daglegu lífi, draga úr streitu og bæta almenna líðan.
Á námskeiðinu eru kenndar formlegar og óformlegar núvitundaræfingar sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Hver tími er 1.5 klst þar sem fræðsla og æfingar fléttast saman.
Núvitund felur í sér að taka eftir líðandi stund með opinni eftirtekt. Í amstri dagsins erum við oft á ,,sjálfsstýringu” og getur núvitund hjálpað okkur við að vera betur til staðar og njóta augnabilksins.
Með núvitundariðkun verður auðveldara að róa hugann, sjá og læra inn á hugsunarmynstur og taka betur eftir hvað þjónar okkur hverju sinni.
Námskeiðið: Kennt er einu sinni í viku í sex vikur í 1.5 klst. Það byggir á metsölubókinni Finding Peace in a Frantic World eftir eftir Mark Williams og Danny Penman. Markmiðið er að kenna æfingar sem þjálfa athyglina og auka vitundin um það sem á sér stað innra með okkur.
Kennari: Þuríður Helga Kristjánsdóttir núvitundarkennari frá Mindfulness Network við Bangor University.
Núvitund: að beina opinni athygli meðvitað að líðandi stund, þessu augnabliki, þessu andartaki með mildi og án aðfinnslna.
Rannsóknir sýna fram á að iðkun núvitundar er áhrifarík leið til að draga úr streitu og bæta almenna líðan.
Núvitundaræfingar þjálfa hugann í að dvelja í opninni eftirtekt með því sem á sér stað hverju sinni. Með ástundun finnum við á hvaða áhrif mismunandi áreiti hefur á okkur og getum fundið fyrir viðbrögðum okkar á huga og líkama og ígrundað þau. Við náum smátt og smátt að að lengja bilið á milli áreitis og viðbragðsins.
Það er ákveðin lífsfylling að dvelja í andartakinu, að vera tilstaðar með því sem er hverju sinni. Að kanna og þekkja hvernig við bregðumst við áreiti hjálpar okkur við að kynnast sjálfum okkur og er ákveðin forsenda þess að við getum svarað ósjálfráðum hugsunum eða viðbröðgum okkar.
Með ástundun núvitundar náum við að tengjast vitundinn handan hugsanna og tilfinninga. Vitundinni má líkja við heiðan himinn, þar sem hugsanir og tilfinningar eru líkt og ský sem koma og fara.

